SJÓNHENDING

SJÓN
HENDING

Jöklaland-veröld breytinga

Jöklaland

Jöklaland, -veröld breytinga er heimildamynd sem fjallar í stuttu máli um rannsóknir íslensks vísindafólks á hopi og bráðnun jökla sem er ein augljósasta sönnun loftslagsbreytinga og loftslagsvá heimsins. Vatnajökull er í aðalhlutverki og fylgst er með vísindamönnum grandskoða skriðjökla hans, lón og sanda. Hver eru svo áhrif loftslagsbreytinga á jökla heimsins, auk hækkandi sjávarborðs og losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloft og sjó?

Sjónhending

Gunnlaugur Þór Pálsson

Ég hef farið í gegnum alla tæknibyltinguna í mynd- og fjarskiptatækni þ.e. frá „analogue til digital“ síðustu 2-3 áratugi. Hef ég skipulagt og haft yfirumsjón með helstu stórviðburðum í íslensku sjónvarpi. Ég hef yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í gerð skýrslna, fundagerða, fjárhagsáætlana, þarfagreininga, leiðbeininga, úrvinnslu gagna og útdrátts úr þeim ásamt gerð viðskiptaáætlana.

Kvikmyndir

JÖKULLINN ER ALLTAF NÝR

er stutt heimildamynd framleidd af Sjónhendingu fyrir Þórbergssetur Hala, Suðursveit. Hún lýsir stórbrotinni náttúru Breiðamerkursands, en sérstaða sandsins fellst í samspili jökulsins, vatnsins og landsins þar fyrir framan og við köllum „hinn stóra samhljóm.

HINN STÓRI SAMHLJÓMUR SANDSINS

Er heimildarkvikmynd og lýsir kvikri náttúru Breiðarmerkursands í Austur Skaftafellssýslu. Tendrar ægifegurð Vatnajökuls undrun og lotningu gagnvart dásemdarverki náttúrunnar sem aftur eflir skilning á mikilvægi þess að vernda slíka náttúru. Jökullinn er kvikur -„lifandi“ að vissu leyti.

EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON

heimildarmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Í jökulruðningi fyrir framan Skaftafellsjökul, á ystu annesjum Tröllaskaga og í ferð okkar um hálendið uppgötvum við senn hornsteina og hreyfiafl myndarinnar.

HOFFELLSJÖKULL

Er í raun sýn okkar og ákall um heilbrigðari náttúru. Börn og barnabörn okkar munu eiga eftir að lifa í heitari og breyttum heimi, en gerðir okkar núna, munu ákvarða hversu ólíkur hann verður.

JÖKLALAND – VERÖLD BREYTINGA

Er heimildamynd sem fjallar í stuttu máli um rannsóknir íslensks vísindafólks á hopi og bráðnun jökla sem er ein augljósasta sönnun loftslagsbreytinga og loftslagsvá heimsins.

kítlur

EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON

EINS OG MÁLVERK EFTIR EGGERT PÉTURSSON

Eggert er hugmyndalistamaður með raunsanna sýn á form og skipulag en fantasían er bundin í túlkun og eigin tilfinningu í málverkinu. Í skissubók hans og í tónlistaróði til móður náttúru, þar sem þrautseigja og margbreytileiki flórunnar skákar heimi málverksins, er að finna það sem undirstrikar tilvist þessa tveggja heima.

Sjónhending

Þorvarður Árnason

„Sandurinn í heild sinni er nokkurs konar lifandi kennslustofa um þá landmótun sem bráðnun jökulsins leysir úr læðingi. Landformin geyma til samans sögu þessarar virku landmótunar síðastliðin 120-130 ár; sögu sem vel er hægt að lesa út úr landinu, ef maður kann að horfa á það frá réttu sjónarhorni. Eða með öðrum orðum, það leynist miklu, miklu meira á Breiðamerkursandi en maður kynni að ætla í fyrstu og önnur megináhersla myndarinnar er að varpa ljósi á ríkuleika og fjölbreytni hans. Þótt Breiðamerkursandur í núverandi mynd sé ungur að árum, er hann alls engin eyðimörk.“ Sjá nánar »

Sunna Ástþórsdóttir

„Heimildamyndir af þessu tagi eru afskaplega verðmætar,“ segir Sunna Ástþórsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um myndina Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Sjá nánar »

Jón Atli Benediktsson, rektor hí

Kvikmyndin Jöklaland "Fyrir mér er þessi mynd hreint og klárt listaverk og ég vona svo sannarlega að hún verði til þess að við mennirnir snúum við á þeirri óheillavænlegu braut sem við höfum fetað undanfarin 80 ár. Sjá nánar »

error: Efnið er varið !!