Jöklaland, -veröld breytinga (2016)

Viðmælendur

Helgi Björnsson

Helgi Björnsson

Jöklafræðingur

Þorvarður Árnason

Þorvarður Árnason

Umhverfis- og landslagsfræðingur

Tómas Jóhannesson

Tómas Jóhannesson

Jöklafræðingur

Jón Ólafsson

Jón Ólafsson

Haffræðingur

Guðni Elíasson

Guðni Elíasson

Stofnandi heimasíðunnar earth 101

Skúli Skúlason

Skúli Skúlason

Líffræðingur

Snævarr Guðmundsson

Snævarr Guðmundsson

Jöklajarðfræðingur

Kristín Svavardóttir

Kristín Svavardóttir

Plöntu- og líffræðingur

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Prófessor í grasafræði við HÍ

Jón S. Ólafsson

Jón S. Ólafsson

Vatnalíffræðingur

Þorsteinn Þorsteinsson

Þorsteinn Þorsteinsson

Jöklafræðingur

Mark Skidmore

Mark Skidmore

Örverufræðingur við Háskólann í Montana

Eric Gaidos

Eric Gaidos

Jarðeðlisfræðingur við Háskólann í Hawaii

Þrúðmar Þrúðmarsson

Þrúðmar Þrúðmarsson

Bóndi Hoffelli

Þrúðmar Sigurðsson

Þrúðmar Sigurðsson

Bóndi Hoffelli

Gísli Arason

Gísli Arason

Bóndi

Hrönn Egilsdóttir

Hrönn Egilsdóttir

Sjávarlíffæðingur

Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig Magnúsdóttir

Líffræðingur

Andri Gunnarsson

Andri Gunnarsson

Formaður Jöklarannsóknafélags Íslands

Snorri Baldursson

Snorri Baldursson

Líffræðingur

Jöklaland, -veröld breytinga (2016)

JÖKLAR ÍSLANDS Á HVERFANDI HVELI

Stutt ágrip

Jöklaland, -veröld breytinga er heimildamynd sem fjallar í stuttu máli um rannsóknir íslensks vísindafólks á hopi og bráðnun jökla sem er ein augljósasta sönnun loftslagsbreytinga og loftslagsvá heimsins. Vatnajökull er í aðalhlutverki og fylgst er með vísindamönnum grandskoða skriðjökla hans, lón og sanda. Hver eru svo áhrif loftslagsbreytinga á jökla heimsins, auk hækkandi sjávarborðs og losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloft og sjó?

Samantekt

Jöklaland, -veröld breytinga er (60 mínútna) heimildarmynd, þar sem við sláumst í för með jöklahópum vísindamanna og förum í rannsóknaleiðangra með þeim.

Við höfum myndað og byggt upp traust og valið úr þá vísindamenn sem við viljum vinna með: Helgi Björnsson, Jón Ólafsson, Snævarr Guðmundsson, Þorvarður Árnason, Skúli Skúlason, Þorsteinn Þorsteinsson, Kristín Svavarsdóttir, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jón S. Ólafsson, Tómas Jóhannesson, Hrönn Egilsdóttir, Rannveig Magnúsdóttir, Andri Gunnarsson, Snorri Baldursson, Guðni Elíasson og tveir erlendir prófessorar frá NASA.

Helgi Björnsson, jöklafræðingur er einn af aðalviðmælendum myndarinnar og aðal jöklaráðgjafi okkar. Rannsókirnar sem við fylgjast með, er í grunninn samnefnari á öllum grundvallarvísindum sem nútímajöklafræðin spannar.

Vísindamenn kynna okkur hvernig mikill fróðleikur hefur orðið til um myndun jökla og hvernig bregðast megi við öllum jöklabreytingum á komandi árum. En jöklarannsókir Íslendinga hafa aukið þekkingu og skilning okkar á eðli þeirra á heimsvísu. Fyrst förum við að Jökulsárlóni við Breiðamerkurjökul, en þar eru mestu öfgar íslenskrar jöklaveraldar. Við greinum frá Hoffellsjökli í botni Hornafjarðar, skoðum nýjan birkiskóg á Skeiðarársandi, sláumst í för með Veðurstofunni og vísindamönnum frá NASA til Skaftárkatla í Norðvestan verðum Vatnajökli. Við lifum í veröld breytinga og skoðum hver skyldi vera framtíðarspá íslensku jöklanna og þróun loftslagsmála?

Jökulsárlón og Breiðamerkurjökull reynist vera algjörlega einstakur rannsóknarvettvangur og einstök jöklarannsóknastöð í alfara leið við Þjóðveg 1. Þegar við grandskoðum nýjustu rannsóknagögn Helga Björnssonar, jöklafræðings, þar sem kanna má mörg þau ferli sem nú er brýnast að auka skilning á svo sem kelfingu jökla í sjó fram og áhrif á hækkandi sjávarstöðu. Þau ferli ráða miklu um framtíð jökla Grænlands, Svalbarða og Suðurskauts-landsins en óvíða er auðveldara að rannsaka þau en þar sem Breiðamerkurjökull fellur í Jökulsárlón, sem er reyndar syðsti endi 25 km langs fjarðar sem væntanlega opnast á næstu áratugum þegar jökullinn hörfar við hlýnandi veðurfar og aukið innstreymi hlýs sjávar.

Jökulárslón og þróun lands og lífs á Breiðamerkursandi, er viðfangsefni leiðangurs undir stjórn Skúla Skúlasonar, líffræðings. Breiðamerkurjökull hörfar og við skoðum ferli kelfingar í Jökulsárlóni, þar sem blandast saman bræðsluvatn og hlýr sjór. Við hop jökulsins kemur í ljós, nýtt land, mótað af bráðnunni, þ.e. Breiðamerkursandur. Hvert er samspil ólífrænna og lífrænna þróunarferla í tíma og rúmi? Meginmarkmið rannsóknanna er að lýsa umhverfi Breiðamerkursands, landmótun og lífríki. Þær hröðu breytingar sem nú eiga sér stað vegna hnattrænna loftslagsbreytinga gefa tækifæri á heimsvísu til að fylgjast samhliða með kvikri mótun hins ólífræna umhverfis og hraðri þróun ísaltra vistkerfa, þurrlendis vistkerfa og vistkerfa í fersku vatni og útskýrir ólík ferli við Breiðamerkurjökul, sem mun veita okkur innsýn og aukin skilning í kvika náttúru svæðisins.

Á Skeiðarársandi nemur gróður land á svæðum sem nú koma óðum undan jökli og jökulhlaupa. Þær Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur og Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, hafa stundað rannsóknir og mælingar á nýja birkiskóginum beggja megin hringvegarins á Skeiðarárssandi, en hann byrjaði að sá sér eftir stóra Skeiðarársjökulhlaupið 1996. Kerfisbundar mælingar hófust 2004, en þá var hæð birkisins ca 3-15cm, en nú rúmum áratug síðar er meðalhæðin um meter og hæstu tré komin vel yfir þrjá metra.

Skaftárkatlar í vestanverðum Vatnajökli og eitt öflugasta háhitasvæði Íslands. Við leitumst við að túlka varmaflutning frá bergi og/eða kviku og sannreyna varmaflæðið í lónunum undir 300 – 400m þykkri íshellunni, þ.e. grundvallarrannsóknir á örverulífi þar sem orku sólar nýtur alls ekki. Og með rannsóknum á samspili elds og íss á Íslandi fæst aukinn skilningur á sambúð íss og eldvirkni á öðrum hnöttum, t.d. Mars og Evropa, eitt tungla Júpíters. En þessar rannsóknir hafa verið starfsvettvangur Þorsteins Þorsteinssonar, jöklafræðings og NASA undanfarin ár

Hoffellsjökull í Hornafirði, -og sambúð hans við bændur og búalið, hvernig er lífsbaráttan í þessu mikla nábýli? Víða í sveitum landsins hefur safnast mikil þekking um jökla og duttlunga jökulsins sem heimafólkið kann vel að bregðast við. Hoffellsjökull gegnir lykilhlutverki í jöklarannsóknasögu Íslands. Við leitum vitneskju um kortagerðasögu danska herforingjaráðsins 1904-44, greinum frá vísindaleiðangri Hans Alhmanns og Sigurðar Þórarinssonar 1936-39.

Veröld breytinga, við leitum grunnsvara um loftslagsmál í ljósi breytinga vegna aukina gróðurhúsaáhrifa. Aukinn skilningur á þessum ferlum má sjá í nýrri skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna og árangurs Parísarfundarins 2015. Jöklar á Íslandi munu hverfa og það sama á við um jökla í Ölpunum, Skandinavíu, Svalbarða, Alaska, Suður-Ameríku, Himalayja-fjöllunum og Nýja-Sjálandi. Eftir yrðu þó jöklar á Suðurskautslandinu og Grænlandi, sannarlega veröld stórra og mikla breytinga.
Hver er framtíðarsýn barnanna okkar? Getum við stöðvað þessa þróun? Hvernig þurfum við að haga okkar málum í framtíðinni, hver er umbununin og hverjar eru ógnirnar?

Grunnupplýsingar

Titill:
Jöklaland, -veröld breytinga

Enskur titill:
Glacial Land -World of Change

Tegund:
Heimildarkvikmynd

Tungumál:
Íslenska, enska

Leikstjóri:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðendur:
Gunnlaugur Þór Pálsson, Anna Dís Ólafsdóttir, Jóhann Sigfússon

Handritshöfundar:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðandi:
Sjónhending ehf

Meðframleiðendur:
Kvikmyndamiðstöð Íslands & Profilm ehf

Stjórn kvikmyndatöku:
Ólafur Rögnvaldsson

Klipping:
Jóhann Sigfússon

Tónlist:
Hilmar Örn Hilmarsson, Art Networks

Viðmælendur:
Helgi Björnsson, Þorvarður Árnason, Snævarr Guðmundsson, Jón Ólafsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Kristín Svavarsdóttir, Skúli Skúlason, Tómas Jóhannesson, Guðni Elíasson, Jón S. Ólafsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Eric Gaidos, Mark Skidmore, Þrúðmar Þrúðmarsson, Þrúðmar Sigurðsson, Gísli Arason, Hrönn Egilsdóttir, Rannveig Magnúsdóttir,Andri Gunnarsson og Snorri Baldursson

Hljóðhönnun:
Birgir Tryggvason

Framleiðslufyrirtæki:
Sjónhending ehf

Meðframleiðslufyrirtæki:
Profilm ehf

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis:
TVF International

Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands:
Sjónhending

Hljóð:
Steríó

Lengd:
00:59:21:00

Lengd enskrar útgáfu:
00:51:10:00

Upptökutækni:
ProRes 2K 4.4.2 HQ

Sýningarform:
MP4 – DCP – MFX

Sýningarhlutfall:
16:9 (1:1,85)

Frumsýnd:
22.09.2016 Háskólabíó

Framleiðsluland:
Ísland

JÖKLAR ÍSLANDS Á HVERFANDI HVELI

ICELAND’S GLACIERS ON A VANISHING HEMISPHERE

error: Efnið er varið !!