Jökullinn er alltaf nýr (2023)

Viðmælendur

Þorvarður Árnason

Þorvarður Árnason

Umhverfis- og landslagsfræðingur

Helgi Björnsson

Helgi Björnsson

Jöklafræðingur

Kristín Svavardóttir

Kristín Svavardóttir

Plöntu- og líffræðingur

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Prófessor í grasafræði við HÍ

Snævarr Guðmundsson

Snævarr Guðmundsson

Jöklajarðfræðingur

Kieran Baxter

Kieran Baxter

Þrívíddarhönnuður

Jökullinn er alltaf nýr (2023)

STEINARNIR TALA | ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON

Stutt ágrip

JÖKULLINN ER ALLTAF NÝR er stutt heimildamynd framleidd af Sjónhendingu fyrir Þórbergssetur Hala, Suðursveit. Hún lýsir stórbrotinni náttúru Breiðamerkursands, en sérstaða sandsins fellst í samspili jökulsins, vatnsins og landsins þar fyrir framan og við köllum „hinn stóra samhljóm“.

Samantekt

JÖKULLINN ER ALLTAF NÝR er (17 mínútna) heimildarmynd og vísar titillinn í bók Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala.

Landslagið á Breiðamerkursandi – jöklarnir, fjallgarðarnir, jökullónin – er einfaldlega stórkostlegt á að líta. En svo sterk lifun getur skapað ákveðna hættu á að fólki horfi fram hjá öðrum verðmætum, til dæmis menningargildi svæðisins og því sem við gætum kallað “landslag í minni skala”, það er öll landformin sem hafa orðið til við framrás og hopun Breiðamerkurjökuls. Þessi landform, svo sem jökulgarðar, kembur, malarásar og jökulker, vitna um þá sí-kviku jarðfræðilegu ferla sem hafa leikið um þetta svæði og gera enn; sandurinn í heild sinni er nokkurs konar lifandi kennslustofa um þá landmótun sem bráðnun jökulsins leysir úr læðingi. Landformin geyma til samans sögu þessarar virku landmótunar; sögu sem hægt er að lesa út úr landinu, ef maður kann að horfa á það frá réttu sjónarhorni. Eða með öðrum orðum, það leynist miklu, miklu meira á Breiðamerkursandi en maður kynni að ætla í fyrstu og önnur megináhersla myndarinnar er að varpa ljósi á ríkuleika og fjölbreytni hans. Hin megináherslan er síðan á bráðnun Breiðamerkurjökuls af völdum hnattrænna loftslagsbreytinga.

Í myndinni JÖKULLINN ER ALLTAF NÝR er áhersla lögð á breytingar vegna loftslagsvár og linsunni þá beint að landsvæði sem hefur löngum verið þekkt fyrir sérstæða fegurð og mikilfengleik en það skartar meðal annars Jökulsárlóni og Fjallsárlóni. Á þessu svæði blasa áhrif hnattrænna lofslagsbreytinga afar vel við, en Jökulsárlón var t.d. varla til fyrir tæpri öld.

Grunnupplýsingar

Titill:
Jökullinn er alltaf nýr

Enskur titill:
The Glacier is Constantly New

Tegund:
Heimildarkvikmynd

Tungumál:
Íslenska/enska

Leikstjóri:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðendur:
Gunnlaugur Þór Pálsson & Þorvarður Árnason

Handritshöfundur:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðandi:
Sjónhending ehf

Meðframleiðendur:
Loftslagssjóður & Kvískerjasjóður

Stjórn kvikmyndatöku:
Ólafur Rögnvaldsson

Klipping:
Ólafur Rögnvalsson & Gunnlaugur Þór Pálsson

Tónlist:
Sindri Már Sigfússon (Sin Fang)

Hljóðhönnun:
Gunnar Árnason

Framleiðslufyrirtæki:
Sjónhending ehf

Meðframleiðslufyrirtæki:
Loftslagssjóður & Kvískerjasjóður

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis:
Sjónhending

Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands:
Sjónhending

Hljóð:
Steríó  

Lengd:
00:17:02:00

Upptökutækni:
ProRes 4K 4.4.2 HQ

Sýningarform:
MP4 – DCP – MFX

Sýningarhlutfall:
16:9 (1:2,39)

Frumsýnd:
01.02.2024 Þórbergsetri Hala Suðursveit

Framleiðsluland:
Ísland

STEINARNIR TALA | ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON

THE GLACIER AND THE SKY ABOVE IT

error: Efnið er varið !!