Þorvarður Árnason

„Sandurinn í heild sinni er nokkurs konar lifandi kennslustofa um þá landmótun sem bráðnun jökulsins leysir úr læðingi. Landformin geyma til samans sögu þessarar virku landmótunar síðastliðin 120-130 ár; sögu sem vel er hægt að lesa út úr landinu, ef maður kann að horfa á það frá réttu sjónarhorni. Eða með öðrum orðum, það leynist miklu, miklu meira á Breiðamerkursandi en maður kynni að ætla í fyrstu og önnur megináhersla myndarinnar er að varpa ljósi á ríkuleika og fjölbreytni hans. Þótt Breiðamerkursandur í núverandi mynd sé ungur að árum, er hann alls engin eyðimörk.“ Sjá nánar »

Sunna Ástþórsdóttir

„Heimildamyndir af þessu tagi eru afskaplega verðmætar,“ segir Sunna Ástþórsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um myndina Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Sjá nánar »

Jón Atli Benediktsson, rektor hí

Kvikmyndin Jöklaland "Fyrir mér er þessi mynd hreint og klárt listaverk og ég vona svo sannarlega að hún verði til þess að við mennirnir snúum við á þeirri óheillavænlegu braut sem við höfum fetað undanfarin 80 ár. Sjá nánar »

error: Efnið er varið !!