Hoffellsjökull (2018)

Viðmælendur

Helgi Björnsson

Helgi Björnsson

Jöklafræðingur

Þrúðmar Þrúðmarsson

Þrúðmar Þrúðmarsson

Bóndi Hoffelli

Þorvarður Árnason

Þorvarður Árnason

Umhverfis- og landslagsfræðingur

Þrúðmar Sigurðsson

Þrúðmar Sigurðsson

Bóndi Hoffelli

Snævarr Guðmundsson

Snævarr Guðmundsson

Jöklajarðfræðingur

Kieran Baxter

Kieran Baxter

Þrívíddarhönnuður

Gísli Arason

Gísli Arason

Bóndi

Hoffellsjökull (2018)

GAMLI GÓÐI HOFFELLSJÖKULL

Stutt ágrip

HOFFELLSJÖKULL er í raun sýn okkar og ákall um heilbrigðari náttúru. Börn og barnabörn okkar munu eiga eftir að lifa í heitari og breyttum heimi, en gerðir okkar núna, munu ákvarða hversu ólíkur hann verður.

Samantekt

HOFFELLSJÖKULL er (43 mínútna) heimildakvikmynd og lýsir nafna sínum, sem kúrir innst í Hornafirði í Austur Skaftafellssýslu. Hvergi á jörðinni eru jöklar eins aðgengilegir til rannsókna og á Íslandi. Um 10 prósent Íslands er þakið jöklum og vegir liggja að þeim flestum. Stærsti jökullinn utan heimskautasvæðanna er Vatnajökull. Út frá Vatnajökli ganga um það bil 30 skriðjöklar. Hoffellsjökull er einn þeirra, en við jökulsporða hans byrjuðu lón að myndast á fjórða áratug síðustu aldar.

Jöklarannsóknir hérlendis eru með þeim elstu í heiminum. Hoffellsjökull á sér langa og einstaka rannsóknasögu og hefur því um árabil veitt jafnt innlendum og erlendum vísindamönnum mikla innsýn í eðli jöklanna og viðbrögð þeirra við hnattrænni hlýnun. Í raun má segja að Hoffellsjökull sé hinn “sanni landnemi” inn í jöklarannsóknaheim mannkyns; vísindamenn sem rannsökuðu jökulinn í upphafi slíkra rannsókna unnu margvíslegt brautryðjandastarf og þróuðu aðferðir sem nútímajöklarannsóknir byggja á og eru kenndar nú í háskólum út um allan heim.

Grunnupplýsingar

Titill:
Hoffellsjökull

Enskur titill:
Hoffellsjokull Glacier

Tegund:
Heimildarkvikmynd

Tungumál:
Íslenska

Leikstjóri:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðendur:
Gunnlaugur Þór Pálsson & Þrúðmar Þrúðmarsson

Handritshöfundar:
Gunnlaugur Þór Pálsson & Þrúðmar Þrúðmarsson

Framleiðandi:
Sjónhending ehf

Meðframleiðendur:
Profilm ehf

Stjórn kvikmyndatöku:
Bjarni Svanur Friðsteinsson og Ólafur Rögnvaldsson

Klipping:
Gunnlaugur Þór Pálsson og Eggert Baldvinsson

Tónlist:
Hilmar Örn Hilmarsson, Audio Networks, Subminimal Sculptures, Lyvbomyr Prask

Hljóðhönnun:
Gunnar Árnason

Framleiðslufyrirtæki:
Sjónhending ehf

Meðframleiðslufyrirtæki:
Kvikmyndamiðstöð Íslands & Axfilms ehf

Framleiðslufyrirtæki:
Sjónhending ehf

Meðframleiðslufyrirtæki:
Profilm & GlacierWorld

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis:
Sjónhending

Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands:
Sjónhending

Hljóð:
Steríó

Lengd:
00:43:05:00

Upptökutækni:
ProRes 2K 4.4.2 HQ

Sýningarform:
MP4 – DCP – MFX

Sýningarhlutfall:
16:9 (1:1,85)

Frumsýnd:
01.12.2018 Hoffelli, Austur Skaftafellssýslu

Framleiðsluland:
Ísland

GAMLI GÓÐI HOFFELLSJÖKULL

GOOD OLD HOFFELLSJOKULL GLACIER

error: Efnið er varið !!