Hinn stóri samhljómur sandsins (2021)

Viðmælendur

Þorvarður Árnason

Þorvarður Árnason

Umhverfis- og landslagsfræðingur

Snævarr Guðmundsson

Snævarr Guðmundsson

Jöklajarðfræðingur

Kieran Baxter

Kieran Baxter

Þrívíddarhönnuður

Heimir Freyr Hlöðversson

Heimir Freyr Hlöðversson

Vídeólistamaður

Hinn stóri samhljómur sandsins (2021)

EINS OG UPPHAF HEIMSINS

Stutt ágrip

Hér er linsunni beint að landsvæði sem hefur löngum verið þekkt fyrir sérstæða fegurð og mikilfengleik, en það skartar meðal annars Jökulsárlóni og Fjallsárlóni. Á þessu svæði blasa áhrif hnattrænna lofslagsbreytinga afar vel við, en Jökulsárlón var t.d. varla til fyrir tæpri öld.

Samantekt

HINN STÓRI SAMHLJÓMUR SANDSINS er (31 mínútna) heimildarkvikmynd og lýsir kvikri náttúru Breiðarmerkursands í Austur Skaftafellssýslu. Í hnotskurn, þá tendrar ægifegurð Vatnajökuls undrun og lotningu gagnvart dásemdarverki náttúrunnar sem aftur eflir skilning á mikilvægi þess að vernda slíka náttúru. Jökullinn er kvikur -„lifandi“ að vissu leyti. Hreyfist fram á veturna -tekur svo „stökk“ af og til, hleypur. Breytist með árstíðunum -er hrjúfur og hvítur yfir sumartímann, sléttur og jökulblár um djúpveturinn. Afleiðingar hamfararhlýnunar er hvað sýnilegastar í sífellt hraðari bráðnun og hopi jöklanna, sem verða að mestu horfnir eftir 100-150 ár.
Mestu öfgar íslenskrar jöklaveraldar eru við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, en þar er einstakur rannsóknarvettvangur alveg við þjóðveg 1, hringveginn. Breiðamerkurjökull hefur hopað hlutfallslega mest allra jökla á Íslandi og svæðið fyrir framan hann, Breiðamerkursandur, sem var nær allur undir jökli um 1890, það er nú mótaður af jarðfræðilegu ferlum sem hopunin jökulsins leysir úr læðingi. Þar hefur skapast mikill fjöldi ólíkra landforma sem að jökullinn hefur skilið eftir sig. Þessi landform mynda svo aftur forsenduna fyrir búsvæðamyndun og síðan tilurð nýrra vistkerfa fyrir lífverur.
Jöklar í sumarbúningi og jöklar í vetrarbúningi eru alveg sitthvor hluturinn. Á sumrin er jökullinn hrjúfur og hvítur, með svarta og sprungna jökulsporða en á veturna verða jöklarnir himinbláir, tærir og sléttir og endurspegla þá miklu frekar margbreytilegt ljósið, sjónarspilið, frá himinum. Þegar maður gengur yfir jökul að vetrarlagi er oft eins og maður sé með regnboga undir fótunuum. Eða þá alveg hyldjúpan bláan lit, eða ljósbláan, grænan eða gulan. Það er einstök upplifun, að vera innan um jökla að vetrarlagi. Íshellar Breiðamerkurjökuls eru einstaklega falleg smíð, þar getur maður labbað inn í jökulinn og undir hann, verður umlukinn jökulbláma og ísskúlptúrum af öllum stærðum og gerðum. Breiðamerkurjökull en hann er svo stór, margbrotinn og magnaður að það er nær ómögulegt að fanga hann allan í einni svipan, einni hugsun. Hin undurfagra hvíta ásýnd hans á líka sínar andhverfur, hann getur verið eyðandi afl sem hylur og kremur allt sem undir honum verður. Ís-landslag hans er eins framandi og óbyggilegt mönnum og hugsast getur. En þar finnum við líka ægifegurð sem á engan sinn líka, fegurð sem á uppsprettu sína í villtri, frjálsri, magnþrunginni náttúru og er gætt af landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, þ.e. verndarsvæðis sem sett var á Heimsminjaskrá UNESCO árið 2019.
Hop Vatnajökuls -tæring hans -er skýr vísbending um raunveruleika hnattrænna loftslagsbreytinga. Upplýsingar um stöðu mála í fortíð, nútíma og framtíð eru lykillinn að skilningi á loftslagsbreytingum.

Grunnupplýsingar

Titill:
Hinn stóri samhljómur sandsins

Enskur titill:
The Grand Harmony of the Sands

Tegund:
Heimildarkvikmynd

Tungumál:
Íslenska/enska

Leikstjóri:
Gunnlaugur Þór Pálsson

Framleiðendur:
Gunnlaugur Þór Pálsson & Þorvarður Árnason

Handritshöfundar:
Gunnlaugur Þór Pálsson & Þorvarður árnason

Framleiðandi:
Sjónhending ehf

Meðframleiðendur:
Loftslagssjóður & Kvískerjasjóður

Stjórn kvikmyndatöku:
Ólafur Rögnvaldsson

Klipping:
Ólafur Rögnvaldsson

Tónlist:
Sindri Már Sigfússon (Sin Fang)

Hljóðhönnun:
Gunnar Árnason

Framleiðslufyrirtæki:
Sjónhending ehf

Meðframleiðslufyrirtæki:
Loftslagssjóður & Kvískerjasjóður

Sölu- og dreifingarfyrirtæki erlendis:
Sjónhending

Sölu- og dreifingarfyrirtæki innanlands:
Sjónhending

Hljóð:
Steríó (Surround 5.1)

Lengd:
00:30:41:00

Upptökutækni:
ProRes 4K 4.4.2 HQ

Sýningarform:
DCP – MP4 – MFX

Sýningarhlutfall:
16:9 (1:2,39)

Frumsýnd:
24.09.2021

Framleiðsluland:
Ísland

EINS OG UPPHAF HEIMSINS
AS FROM THE BEGINNING OF THE WORLD

 

error: Efnið er varið !!