um okkur

Sjónhending er kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í heimildarkvikmyndum og kynningarefni alls konar.

Sjónhending og Gunnlaugur Þór Pálsson aðalframleiðandi þess og leikstjóri hefur á undanförnum árum framleitt og leikstýrt fjórum heimildarkvikmyndum sem hafa beint kastljósinu að loftslagsvá samtímans, þær eru:

  • Jöklaland veröld breytinga (2016)
  • Hoffelssjökull (2018)
  • Hinn stóri samhljómur sandsins (2021)
  • Jökullin er alltaf nýr (2023)

Óhætt er að segja að Sjónhending og helstu samherjar og samstarfsfólk sé í senn, bæði frumkvöðlar hérlendis í gerð slíkra mynda og einnig að Sjónhending sé eitt af reyndustu kvikmyndaframleiðslu fyrirtækum landsins á þessu sviði.

Þá framleiddi Sjónhending heimildarkvikmyndina:

  • Eins og málverk eftir Eggert Pétursson (2020)

Einstök mynd um lífshlaup listmálarans Eggert Pétursson (1956).

Sjónhending ehf

Sjónhending ehf

sjonhending@sjonhending.is

kt. 591187-1399 L.Í. 0130-26-005911
Vsk. 14315
Snekkjuvogi 9. 104 Reykjavík
+354 553 3352
Gunnlaugur Þór Pálsson

Gunnlaugur Þór Pálsson

gunnlaugur@sjonhending.is

Eigandi, framkvæmdastjóri, leikstjóri, handritshöfundur og ritstjóri.
Snekkjuvogi 9. 104 Reykjavík
+354 847 4549

Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Kristín Björg Þorsteinsdóttir

kristin@sjonhending.is

Eigandi, framleiðandi, markaðstjóri, handritshöfundur og ritstjóri.
Snekkjuvogi 9. 104 Reykjavík
+354 897 9294
Gunnlaugur Þór Pálsson - Ferilskrá

Nafn
Gunnlaugur Þór Pálsson
Fæðingadagur:
19. ágúst 1957
Heimilisfang
Snekkjuvogi 9, 104 Reykjavík
Netfang:
gunnlaugur@sjonhending.is
Símar
+354 847 4549 / +354 553 3352
Heimilishagir
Ég er kvæntur Kristínu Björgu Þorsteinsdóttur og
við eigum tvær dætur fæddar 1993 og 1995.

Menntun

1972-1975
MS

1979 -1980
The Gray Atelier Ltd. NY, USA

1982-1984
MA Filmmaking frá The London International Film School Ltd. London, Englandi

Starfsferill:

2017-2024
Sjónhending/Sjónfilm, dagskrágerð og framleiðandi

2012-2017
Sjónhending/Profilm, dagskrágerð og framleiðandi

2010-2012
Sjónhending, framleiðandi/framkvæmdastjóri

1988-2010
Íþróttadeild RÚV, Producer/Director, dagskrágerðarstjóri

Dagskrágerðarstjóri stjórnar upptökum og útsendingum á vegum framleiðsludeilda RÚV og ber ábyrgð á framkvæmd þeirra og skipuleggur dagskrárgerð í samráði við deildastjóra. Ber ábyrgð á mannaforræði og fjárhagslegum útgjöldum, tæknilegra útfærslna auk þess að skipuleggja og greina þörf verktakavinnu unna utan veggja RÚV.

Ég hef farið í gegnum alla tæknibyltinguna í mynd- og fjarskiptatækni þ.e. frá „analogue til digital“ síðustu 2-3 áratugi í gegnum vinnu mína hjá RÚV. Ég hef skipulagt og haft yfirumsjón með helstu stórviðburðum í íslensku sjónvarpi (s.s. HM´95, Kosningasjónvarpi RÚV 2007 -auk allra stórviðburða á íþróttasviðinu sl. 2-3 áratugi). Ég hef yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í gerð skýrslna, fundagerða, fjárhagsáætlana, þarfagreininga, leiðbeininga, úrvinnslu gagna og útdrátts úr þeim ásamt gerð viðskiptaáætlana.

Sjónvarpsframleiðsla, framleiðandi & leikstjóri, hefur verið starfsvettvangur minn, en sú vinna er nær alltaf verkefnatengd, þ.e. að stjórna og hafa yfirumsjón með verkefnum stórum og smáum, þá sérstaklega að samhæfa tæknilega útfærslu, útdeila verkefnum, skipuleggja efnis-tök, klippa og fullgera innslög og annað ítarefni, hanna útlit og skipuleggja fjarskiptaleiðir, s.s. internets, örbylgju, ljósleiðara, ftp boðleiðir o.s.frv.

Ég hef ávalt reynt að sýna frumkvæði og benda á nýjar lausnir ef e-ð reynist ekki fram-kvæmanlegt t.d. vegna kostnaðar eða annarra þátta. Finna nýja nálgun og virkja drifkraft annarra. Samræma og vinna það besta úr hópastarfi og leiða verkefnin þannig að allir eigi það. Ég hef áhuga á að vinna innan um fólk og mér ferst ágætlega að miðla upplýsingum. Mér líður vel í hóp og tel mig eiga auðvelt með að vinna með slíkum. Ég hef ánægju af að tileinka mér nýjungar sem tengjast starfi mínu.

Helstu stórverkefni:

Framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri

Allsherja dagskrágerðarmaður +(myndataka/klipping)

  • Smáþjóðaleikar í Andorra 2005 og Möltu 2003
  • Ólympíuleikar í Sydney 2000
  • Landsmót UMFÍ Sauðárkróki 2005 og Egilsstöðum 2002
  • Skíðamót Íslands á Dalvík/Ólafsfirði 2002

Helstu þættir 1988 – 2008

  • Silfurdrengirnir frá Beijing 2008
  • Karen og Adam, heiðurs-dans 2005
  • Sportið, 14-2, Helgarsportið, Handboltakvöld, Íþróttakvöld, Formúlukvöld, Fótboltakvöld, Markaregn (þýski og enski boltinn), “hálf átta” Syrpan, Íþróttahornið.
  • Einnig þáttagerð v/EURO 2008, 2004, 2000, 1996, 1992, 1988 v/HM 1998, 1994, 1990, v/HM og EM í handbolta 1988–2009 v/ÓL 2006, 2002, 2000, 1998, 1994, 1992, 1990 og 1988.
  • Smáþjóðaleikarnir á Íslandi 1997
  • Frjálsíþróttamót úti & inni: 1988 – 2009
  • Kjör íþróttamanns ársins 1988 – 2008
  • Annálar og aðrar samantektir: 1988–2009
  • Sterkasti maður heims 2006 & 1993

Helstu útsendingar 1988 – 2009

  • Stórleikir landsliða Íslands í fótbolta karla og kvenna
  • landsleikir karlaliðs Íslands í handbolta
  • útsendingar frá bikar og úrslitaleikjum KSÍ, HSÍ, KKÍ, BSÍ o.fl
  • Formúla 1
  • Erl. frjálsíþróttamót
  • Þýski/enski fótboltinn
  • Íslandsmótið í handbolta karla & kvenna
  • Skák, bridds o.s.frv

1987-1988

  • Myndbandagerð Reykjavíkur
  • Kvikmynda, auglýsinga, tónlista og heimildarmyndagerð

1986-1987

  • Fréttastofa Sjónvarps
  • Producer/Director (dagskrágerðarmaður)
  • Stjórn og útsending frétta, seinni frétta auk annarra tilfallandi fréttaþátta, (m.a. Leiðtoga-fundurinn 1986)

1980-1986

  • Íslenska kvikmyndasamsteypan og Sýn
  • Kvikmynda, auglýsinga og heimildakvikmyndagerð.
  • Filmusmiðjan hf.
  • Framkvæmdastjóri (heimildarkvikmyndin “Saga herstöðvar í herlausu landi” auk annarra auglýsingaverkefna)

Tölvur/Hugbúnaður

Rík reynsla af notkun klippiforrita s.s Avid Composer, Adobe Preminer Pro CC, EVS Clean, Q Cut auk Excel, Power Point, Word, Netsins, Photoshop o.fl. Tölvulæsi almennt er mjög gott

Tungumál

Skrifa og tala ensku mjög vel, sænsku, dönsku og norsku sæmilega.

Áhugamál

Ég hef mikinn áhuga á íþróttum, kvikmyndum og stangveiði. Ég hlusta mikið á tónlist, gaman af lestri og horfi á gott sjónvarpsefni. Ég er mikill áhugamaður um allt er lítur að fréttum, jöklum og loftslagsmálum og hef áhuga á stjórnmálum o.s.frv.

Meðmæli

  • Ingólfur Hannesson, verkefnastjóri sími +41 796470738, 860 4070
  • Bogi Ágússon, RÚV sími 515 3030, 561 1143
  • Kristófer Dignus, framleiðandi og dagskrágerðarmaður, sími 898 5321
  • Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri. sími 896-2464

Samstarfsaðilar

 

Sunna Ástþórsdóttir

„Heimildamyndir af þessu tagi eru afskaplega verðmætar,“ segir Sunna Ástþórsdóttir gagnrýnandi Víðsjár um myndina Eins og málverk eftir Eggert Pétursson eftir Gunnlaug Þór Pálsson. Sjá nánar »

Jón Atli Benediktsson, rektor hí

Kvikmyndin Jöklaland „Fyrir mér er þessi mynd hreint og klárt listaverk og ég vona svo sannarlega að hún verði til þess að við mennirnir snúum við á þeirri óheillavænlegu braut sem við höfum fetað undanfarin 80 ár. Sjá nánar »

Þorvarður Árnason

„Sandurinn í heild sinni er nokkurs konar lifandi kennslustofa um þá landmótun sem bráðnun jökulsins leysir úr læðingi. Landformin geyma til samans sögu þessarar virku landmótunar síðastliðin 120-130 ár; sögu sem vel er hægt að lesa út úr landinu, ef maður kann að horfa á það frá réttu sjónarhorni. Eða með öðrum orðum, það leynist miklu, miklu meira á Breiðamerkursandi en maður kynni að ætla í fyrstu og önnur megináhersla myndarinnar er að varpa ljósi á ríkuleika og fjölbreytni hans. Þótt Breiðamerkursandur í núverandi mynd sé ungur að árum, er hann alls engin eyðimörk.“ Sjá nánar »

error: Efnið er varið !!